Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meti nánar fjárframlög til einstakra stofnana á Suðurnesjum
Þriðjudagur 28. desember 2021 kl. 12:08

Meti nánar fjárframlög til einstakra stofnana á Suðurnesjum

Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur undir ályktun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum en sambandið veitti umsögn um fjárlög fyrir árið 2022.

„Umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um fjárlög 2022, 1.mál, dags. 06.12.2021.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þann 19. júní 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Með þingsályktuninni var ríkisstjórninni falið að skipa starfshóp fulltrúa sveitarfélaga á Suðurnesjum og fimm sérfræðinga úr forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti (nú félagsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti) til að vinna tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig efla megi þjónustu ríkisins við íbúa á Suðurnesjum og mæta mikilli fólksfjölgun á svæðinu.

Í framhaldi af undirbúningsvinnu ráðuneytisins og með hliðsjón af ályktun Alþingis skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í ágúst 2019, starfshóp til að vinna að framgangi verkefnisins og vera um leið formlegt samráðsteymi með vísan til byggðaáætlunar.

Starfshópurinn skilaði af sér niðurstöðu í maí 2020 í formi aðgerðaráætlun en þar segir m.a.:
„Lagt er til að viðkomandi fagráðuneyti skoði og meti nánar fjárframlög til einstakra stofnana á Suðurnesjum við fjárlagagerð 2021 og vinnslu fjármálaáætlunar yfirstandandi árs. Þannig verði strax hægt að greina úrbótatækifæri af hálfu ríkisvaldsins m.a. í formi hærri fjárveitinga sem taki mið af íbúavexti og umfram allt hlutlægu mati á þjónustuþörf“.

Ekki er hægt að sjá að fjárlög 2022 taki tillit til tillagna starfshópsins. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum ítrekar þessa niðurstöðu og hvetur fjárlaganefnd til þess að hafa hana að leiðarljósi við gerð fjárlaga 2022.“