Metfjöldi flugfélaga í sumar á Keflavíkurflugvelli
Alls hafa 25 flugfélög boðað komu sína til Íslands í sumar. Hefur flugfélögunum því fjölgað um fimm frá árinu 2015 þegar 20 félög lentu hér á landi með farþega sína.
Er þetta töluverð fjölgun en árið 2010 voru flugfélögin einungis tíu talsins og fimm árið 2005, að því er fram kemur á mbl.is.
Áætlað er að um 6,7 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár en til samanburðar fóru um 4,8 milljónir manna um völlinn í fyrra. Þar á meðal eru komu-, brottfarar- og skiptifarþegar og því eykst heildarálag á flugvöllinn milli ára.