Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Met­fjöldi flug­fé­laga í sum­ar á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 29. mars 2016 kl. 10:31

Met­fjöldi flug­fé­laga í sum­ar á Keflavíkurflugvelli

Alls hafa 25 flug­fé­lög boðað komu sína til Íslands í sum­ar. Hef­ur flug­fé­lög­un­um því fjölgað um fimm frá ár­inu 2015 þegar 20 fé­lög lentu hér á landi með farþega sína.

Er þetta tölu­verð fjölg­un en árið 2010 voru flug­fé­lög­in ein­ung­is tíu tals­ins og fimm árið 2005, að því er fram kem­ur á mbl.is.

Áætlað er að um 6,7 millj­ón­ir farþega fari um Kefla­vík­ur­flug­völl í ár en til sam­an­b­urðar fóru um 4,8 millj­ón­ir manna um völl­inn í fyrra. Þar á meðal eru komu-, brott­far­ar- og skiptif­arþegar og því eykst heild­arálag á flug­völl­inn milli ára.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024