Metár hjá Kanadagæs á Íslandi
Eins og greint var frá fyrr í dag þá hefur sést til Kanadagæsar á Sandgerðistjörn og einnig á Fitjum síðustu daga. Að sögn Sveins Kára Valdimarssonar hjá Náttúrustofu Reykjaness í Sandgerði er greinilega ekki um sama fuglinn að ræða. Gæsin sem sást í Sandgerði var bæði stærri og dekkri en fuglinn sem Víkurfréttir festu á mynd á Fitjum uppúr hádegi í dag.
Árið í ár er orðið metár hvað varðar Kanadagæs en það sem af er árinu hafa sést nærri 30 fuglar hér á landi.
Aðspurður hvort meira væri um flækingsfugla á Íslandi hin síðari ár, vildi Sveinn Kári ekki meina það. Það væru hins vegar orðnir fleiri áhugasamir um fugla og því fleiri að sjá sjáldséðar tegundir hér á landi en áður. Þó gæti hlýrra loftslag haft einhver áhrif á það að sjaldgæfir fuglar kæmu meira hingað nú en áður.
Náttúrustofa Reykjaness hefur áhuga á að heyra um sjaldgæfa fugla en þar er í augnablikinu verið að vinna að fjórum doktorsverkefnum í fuglarannsóknum.
Myndin: Kanadagæsin á Fitjum í dag. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Árið í ár er orðið metár hvað varðar Kanadagæs en það sem af er árinu hafa sést nærri 30 fuglar hér á landi.
Aðspurður hvort meira væri um flækingsfugla á Íslandi hin síðari ár, vildi Sveinn Kári ekki meina það. Það væru hins vegar orðnir fleiri áhugasamir um fugla og því fleiri að sjá sjáldséðar tegundir hér á landi en áður. Þó gæti hlýrra loftslag haft einhver áhrif á það að sjaldgæfir fuglar kæmu meira hingað nú en áður.
Náttúrustofa Reykjaness hefur áhuga á að heyra um sjaldgæfa fugla en þar er í augnablikinu verið að vinna að fjórum doktorsverkefnum í fuglarannsóknum.
Myndin: Kanadagæsin á Fitjum í dag. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson