Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Metanverksmiðja Nordur PTX Reykjanes kynnt í Reykjanesbæ og Grindavík
Fimmtudagur 2. nóvember 2023 kl. 07:00

Metanverksmiðja Nordur PTX Reykjanes kynnt í Reykjanesbæ og Grindavík

Nordur PTX Reykjanes ehf. heldur opið hús í Grindavík og Reykjanesbæ til að kynna fyrirhugaða uppbyggingu á verksmiðju félagsins sem framleiða mun metan og vetni með endurnýjanlegri orku á Reykjanesi. Nordur PTX Reykjanes ehf. er í eigu Swiss Green Gas International Ltd.

Á opnu húsi verða forsvarsmenn Nordur PTX Reykjanes og fulltrúar frá Verkís á staðnum og kynna verkefnið fyrir áhugasömum. Verkís vann að umhverfismatsskýrslu verkefnisins, sem nú liggur fyrir hjá Skipulagsstofnun.

Nordur PTX Reykjanes áformar að reisa verksmiðju við hlið Reykjanessvirkjunar í Auðlindagarði HS Orku. Í verksmiðjunni verður koldíoxíð, sem fengið er úr afgasi jarðvarmavirkjunar HS Orku í Svartsengi, ásamt vetni sem framleitt er úr vatni með rafgreiningu, notað til að framleiða metan. Hluti af framkvæmdinni er að skoða lagningu á gaslögn frá Svartsengi að verksmiðjunni á Reykjanesi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Opið hús verður í Grindavík mánudaginn 6. nóvember nk. kl. 16-18 í Kvikunni menningarhúsi við Hafnargötu 12a í Grindavík.

Opið hús verður í Reykjanesbæ þriðjudaginn 7. nóvember nk. kl. 16-18 í Suðurnesjastofu, í húsnæði MSS (Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum) við Krossmóa 4a
(3. hæð) í Reykjanesbæ.  

Áhugasamir eru hvattir til að mæta á opið hús og nýta sér þetta tækifæri til fræðast um verkefnið.

Umhverfismatsskýrsla fyrir verkefnið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun og er frestur til að leggja fram umsögn um hana til 17. nóvember. 

https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/mal-i-kynningu/safn/metan-og-vetnisframleidsla-a-reykjanesi 

https://www.facebook.com/events/261019193625428 (Reykjanesbær)

https://www.facebook.com/events/665808232326485 (Grindavík)