Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Metanólverksmiðjan komin til Helguvíkur
Þriðjudagur 31. maí 2011 kl. 23:21

Metanólverksmiðjan komin til Helguvíkur

Tækjabúnaður fyrir metanólverksmiðju Carbon Recycling International (CRI) er kominn til Helguvíkurhafnar með flutningaskipinu BBC France. Búnaðurinn verður fluttur í Svartsengi á morgun, miðvikudag, en dráttarbílar með stærstu flutningavagna landsins eru komnir til Helguvíkur.

Meðal þess sem nú bíður í Helguvík eru stórir 40 tonna þungir turnar og ýmis annar búnaður sem flutt verður á morgun. Má því búast við miklum þungaflutningum um Reykjanesbraut og Grindavíkurveg á morgun.

Carbon Recycling International (CRI) byggir verksmiðju í Svartsengi til að vinna metanól úr útblæstri jarðvarmavirkjana og vetni með rafgreiningu, stefnir að því að hefja framleiðslu í júlí eða ágúst, að sögn Andra Ottesen, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs á vef Grindavíkurbæjar.





BBC France með metanólverksmiðjuna í Helguvíkurhöfn síðdegis í dag. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024