Metaðsókn á tjaldsvæðinu í Grindavík
Metaðsókn var á tjaldsvæðinu í Grindavík í sumar, frá miðjum maí og til 31. ágúst. Mesta aukningin varð í júlí en hún eykst í öllum mánuðunum. Alls komu 5597 gestir á tjaldsvæðið í sumar en gistinætur voru 6900 sem er aukning um 19% á milli ára.
September er ekki inni í þessum samanburði en tjaldsvæðið er opið til 22. september í ár eða fram yfir næstu helgi.