Metabolic gekk Fimmvörðuháls
Hópur Metabolicara úr Reykjanesbæ gekk Fimmvörðuhálsinn í vikunni við ansi krefjandi aðstæður. Veðrið var ágætt til að byrja með en síðan skall á grenjandi rigning og rok á hæstu hæðunum og máttu göngugarparnir hafa sig alla við að halda húmornum í lagi og halda áfram. Mikil gleði var í lok ferðar þar sem hópurinn gisti saman í fjallaskála. Stefnt er á að fara í fleiri göngur sem þessar á næsta ári.
Í næstu viku, 19.-23. ágúst verður opin vika hjá þjálfunarstöðinni Metabolic, þar sem öllum gefst kostur á að prófa fjöldann allan af þeim tímum sem í boði eru.
	
	
	


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				