Meta hættu af hraungosi á Reykjanesskaga
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt samhljóða að vísa því til almannavarnarnefndar Grindavíkur að meta áhættu vegna jarðvár við Grindavík.
Málið var til umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur.
Samkvæmt mati Þorvaldar Þórðarsonar, eldfjallasérfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, telur hann verulegar líkur á hraungosi á Reykjanesskaga í framtíðinni og má í raun búast við því hvenær sem er. Því er mikilvægt að meta áhættu á svæðinu og hvernig bregðast skuli við henni.