Met fjöldi í Þórkötlustaðaréttum
Met fjöldi var í Þórkötlustaðaréttum á laugardaginn. Fé var líklega á tólfta hundrað og mannfólkið án nokkurs vafa helmingi fleira, ef ekki meira. Veðrið lék við þá sem mættu í réttirnar og kunnu gestir vel að meta haustmarkaðinn, ratleikinn og hestana þar sem teymt var undir börnin.
Þórkötlustaðaréttir hafa verið vinsælar í gegnum tíðina en veðrið var að þessu sinni með allra besta móti. Réttirnar fóru vel fram og var kynslóðabilið brúað þegar börn, foreldrar og afar og ömmur hjálpuðust við að draga féð í dilka.
Í réttunum mættu mjög margir brottfluttir Grindvíkingar sem og aðrir gestir sem skapaði afar skemmtilega réttarstemmningu. Grindvískir bændur eiga heiður skilinn fyrir Þórkötlustaðaréttirnar.
Sjá nánar hér!