Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mestu þurrkar á Suðurnesjum í 60 ár
Hólmsvöllur í Leiru lætur nokkuð á sjá eftir langa þurrkatíð í sumar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 18. júlí 2012 kl. 16:32

Mestu þurrkar á Suðurnesjum í 60 ár

Þurrkar á Suðurnesjum undanfarna tvo mánuði hafa ekki verið meiri í 60 ár eða síðan mælingar hófust. Slökkviliðið í Grindavík hefur m.a. notað æfingatíma sinn í sprauta úr slökkvibílnum á tún í bænum svo þau fái einhvern vökva. Fótboltavellir og golfvellir hafa verið vökvaðir nánast stanslaus síðustu tvo mánuðina, segir á vef Grindavíkurbæjar.

Sömu sögu er að segja úr öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Þar hefur þurft að vökva mikið og má sjá úðunarkerfi í gangi nær daglega á íþróttasvæðum. Önnur svæði hafa hins vegar brunnið illa og víða er gras hreinlega dautt vegna þurrka.

Hins vegar hyllir undir rigningu því samkvæmt veðurspám á að rigna hressilega um helgina.

Á myndinni má sjá yfir Hólmsvöll í Leiru, golfvöll Golfklúbbs Suðurnesja. Eins og sjá má eru brautirnar orðnar gular af þurrki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024