Mestir fólksflutningar til Grindavíkur
				
				Mestir fólksflutningar hafa verið til Grindavíkur það sem af er árinu, miðað við önnur byggða lög á Suðurnesjum. Ennfremur eru mestir fólksflutningar til Grindavíkur utan sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Aðfluttir umfram brottflutta fyrstu 3 mánuði ársins, eru 26 eða 0,1% fjölgun. Hlutfallslega mestir fólkflutningar á landsvísu eru í Gerðahrepp, eða 0,16%.  Heildarfólksflutningar til Suðurnesja eru 24, þ.e. aðfluttir umfram brottflutta, eða tveimur færra en í Grindavík. Flestir nýjir íbúar Grindavíkur koma erlendis frá, en næst mest frá öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Inn í þessar mannfjöldatölur vantar fæðingar umfram dauðsföll, þannig að gera má ráð fyrir að fólksfjölgun verði veruleg í Grindavík í upphafi nýrrar aldar. 
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				