Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mesti möguleiki fyrir Suðurnesjamenn að fá ráðherra
Oddný og Ólafur með Páli Ketilssyni ritstjóra VF.
Fimmtudagur 20. október 2016 kl. 06:00

Mesti möguleiki fyrir Suðurnesjamenn að fá ráðherra

Samfylkingarfólk á kosningayfirreið

„Það er mesti möguleikinn fyrir Suðurnesjamenn að fá ráðherra í næstu ríkisstjórn með því að kjósa Samfylkinguna,“ sagði Oddný Harðardóttir en hún leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og er jafnframt formaður flokksins á landsvísu.

Oddný og Ólafur Þór Ólafsson sem skipar 2. sæti listans voru á ferðinni í gær að kynna málefni flokksins og ræða við kjósendur í Reykjanesbæ. En hver eru viðbrögðin og hver eru að þeirra mati stærstu málin í kjördæminu?

„Heilbrigðismálin, húsnæðismálin og samgöngur,“ sögðu þau þegar þau litu við á skrifstofu Víkurfrétta. Oddný sagðist vissulega ekki sátt með stöðu flokksins í síðustu skoðanakönnunum en benti á að með því að styðja Samfylkinguna væru Suðurnesjamenn að auka líkur á því að flokkurinn kæmist í ríkisstjórn og þannig fá ráðherra. „Við erum ánægð með viðbrögð sem málefni okkar hafa fengið og höldum baráttunni áfram með bjartsýni að leiðarljósi,“ sagði formaðurinn.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024