Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mestar áhyggjur af umferðarlagabrotum og fíkniefnaneyslu
Laugardagur 18. október 2008 kl. 10:53

Mestar áhyggjur af umferðarlagabrotum og fíkniefnaneyslu

Íbúar á Suðurnesjum eru almennt ánægðir með störf lögreglunnar á Suðurnesjum samkvæmt niðurstöðum könnunar sem embætti Ríkislögreglustjóra stóð fyrir. Könnunin var á landsvísu og í henni var spurt um viðhorf landsmanna til lögreglu og reynslu þeirra af afbrotum. Samkvæmt niðustöðunni fannst 60,4% aðspurðra lögreglan á Suðurnesjum vinna nokkuð gott starf. 25% töldu hana vinna mjög gott starf. Ekki báru þó allir sama viðhorfið til lögreglunnar því 8,3% töldu hana vinna frekar slæmt starf og 6,3% mjög slæmt starf.

Meðal annars var spurt að því hvaða brot fólk teldi vera mesta vandamálið í sínu byggðalagi. Niðurstaðan leiddi í ljós að fólk hafði mestar áhyggjur af umferðarlagabrotum (30,3%)  og fíkniefnaneyslu (36,1%)

Suðurnesjamenn telja sig yfirleitt nokkuð örugga þegar þeir ganga einir á ferð í sínu hverfi eða byggðalagi eftir myrkur. 45% aðspurða sögðust vera mjög öruggir um líf sitt og limi og 39,6% fannst þeir vera frekar öruggir. 11,4% töldu sig vera frekar óörugg og 4% mjög óörugg.

Einnig var spurt að því hvaða afbrot aðspurðir óttuðist mest að verða fyrir. 41% þeirra óttuðust mest innbrot og 35% óttuðust mest að verða fyrir ofbeldi og líkamsárásum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024