„Mesta Þjóðleið“ allra tíma á Suðurnesjum
Sandakravegur var stikaður í vikunni, en hann er ein af þeim gömlu Þjóðleiðum sem falla undir gönguleiða verkefni Ferðamálasamtaka Suðurnesja og er mjög falleg og áhugaverð gönguleið. Um er að ræða meginþjóðleiðina milli austanverðrar Suðurstrandar Reykjanesskagans og svonefndra Útnesja, þ.e. Rosmhvalaness og nálægra svæða.
Ljóst er, af ummerkjum að dæma, að þarna hefur verið mikil umferð um aldanna rás, hvort sem um er að ræða menn eða skepnur. Um þessa götu hafa helstu fólksflutningar farið fram frá upphafi landnáms á Suðurnesjum, skepnurekstur sem og flutningar allir, s.s. skreiðaflutningar og verslunar- og vöruflutningar frá upphafi vega og alveg fram yfir aldamótin 1900, þ.e. í u.þ.b. 1000 ár. Ummerkin leyna sér ekki á sléttri hraunhellunni.
Af vef Grindavíkurbæjar
Sjá nánar á vefsíðu Ferlir.is-Smella hér
Ljóst er, af ummerkjum að dæma, að þarna hefur verið mikil umferð um aldanna rás, hvort sem um er að ræða menn eða skepnur. Um þessa götu hafa helstu fólksflutningar farið fram frá upphafi landnáms á Suðurnesjum, skepnurekstur sem og flutningar allir, s.s. skreiðaflutningar og verslunar- og vöruflutningar frá upphafi vega og alveg fram yfir aldamótin 1900, þ.e. í u.þ.b. 1000 ár. Ummerkin leyna sér ekki á sléttri hraunhellunni.
Af vef Grindavíkurbæjar
Sjá nánar á vefsíðu Ferlir.is-Smella hér