Mesta íbúafjölgunin á Suðurnesjum
Íbúar Suðurnesja voru 21,544 þann 1. janúar 2009 samkvæmt íbúaskrá og hafði þá fjölgað um 4,3% frá fyrra ári þegar þeir töldust vera 20,659. Þetta er langmesta fjölgunin samanborið við aðra landshluta en næstmesta fjölgunin var á Suðurlandi eða 2,1%. Á höfuðborgarsvæðinu var hún 1,7%. Íbúar Suðurnesja teljast vera 6,7% landsmanna samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.
Í meðfylgjandi töflu úr gögnum Hagstofunnar yfir íbúafjölda má sjá skiptinguna á milli sveitarfélaganna á Suðurnesjum 1. janúar 2009 og 1. janúar 2008.