Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mesta atvinnuleysið er á Suðurnesjum
Þriðjudagur 12. október 2010 kl. 17:22

Mesta atvinnuleysið er á Suðurnesjum

Skráð atvinnuleysi í september var 7,1%, en að meðaltali 11.547 manns voru atvinnulausir í september. Minnkaði atvinnuleysi um 0,2 prósentur frá ágúst, eða um 549 manns að meðaltali.

Mest er það á Suðurnesjum 11,3%, en minnst á Norðurlandi vestra 2,2%. Atvinnuleysið er 7,2% meðal karla og 6,9% meðal kvenna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vinnumálastofnun segir, að yfirleitt byrji árstíðasveifla að hafa áhrif til aukningar atvinnuleysis í október. Í október 2009 var atvinnuleysi 7,6% og jókst úr 7,2% í september. Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í október aukist og verði á bilinu 7,2%-7,6%.

Mynd: Frá borgarafundi um atvinnumál sem haldinn var í Stapa í síðustu viku. VF-mynd: Páll Ketilsson.