Mest lesið á VF 2014: Sérsveitin við Garðveg
– persónulegur harmleikur í kirkjugarði
Sérsveit Ríkislögreglu og lögreglan í Keflavík voru kallaðar að kirkjugarðinum við Garðveg um miðjan nóvember. Lögreglan vildi ekki gefa neinar upplýsingar um málið, nema að um persónulegan harmleik hafi verið að ræða. Frétt um útkall sérsveitarinnar var ein af mest lesnu fréttum vf.is á nýliðnu ári.
Vegfarendum sem voru á leið um Garðveginn var vísað frá og honum lokað um stund. Fólk sem var í kirkjugarðinum var beðið um að yfirgefa svæðið, sagði í fréttinni.