Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mest landað af þorski í Grindavík
Skip við bryggju í Grindavík. VF-mynd/Jón Steinar Sæmundsson.
Þriðjudagur 11. janúar 2022 kl. 11:06

Mest landað af þorski í Grindavík

Grindavíkurhöfn er í öðru sæti yfir mest landað magn af botnfiski á eftir Reykjavíkurhöfn fyrir árið 2021. Þegar kemur að löndun á þorski er Grindavík í efsta sæti með rúmlega 27 þúsund tonn. Vefur Grindavíkurbæjar fjallar um málið.

Fiskistofa birti yfirlit fyrir árið 2021 á vef sínum en þar má hjá yfirlit yfir þær 40 hafnir með mest landaða magnið og síðan 40 hafnir með mesta landað magn af botnfiski. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um er að ræða magn af annars vegar uppsjávarfiski en undir hann flokkast loðna, síld, kolmuni og makríll. Undir botnfiskinn fokkast m.a. þorskur, ýsa, ufsi, karfi og steinbítur.

Tafla/Morgunblaðið.