Mest fjölgun á Suðurnesjum
Samkvæmt nýjum mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands fjölgaði landsbyggðarfólki mest á Suðurnesjum árið 2000, eða um 2,7% en landsmeðaltalið er hins vegar 1,48%.
Heildarfjöldi íbúa á Suðurnesjum er samkvæmt þessu nú 16.491 en var 16.053 fyrir ári síðan, sem er fjölgun upp á 2,7%. Í Grindavík eru samkvæmt þessum bráðabirgðatölum nú búsettir 2.314 einstaklingar en voru 2.227 fyrir ári síðan og fjölgunin er því 3,9%. Fjölgun í Reykjanesbæ er 2,1%.
Þann 1. desember 2000 voru samkvæmt þjóðskrá 282.845 einstaklingar búsettir á Íslandi, en voru 278.717 fyrir réttu ári síðan og er fjölgunin því 1,48%.
Heildarfjöldi íbúa á Suðurnesjum er samkvæmt þessu nú 16.491 en var 16.053 fyrir ári síðan, sem er fjölgun upp á 2,7%. Í Grindavík eru samkvæmt þessum bráðabirgðatölum nú búsettir 2.314 einstaklingar en voru 2.227 fyrir ári síðan og fjölgunin er því 3,9%. Fjölgun í Reykjanesbæ er 2,1%.
Þann 1. desember 2000 voru samkvæmt þjóðskrá 282.845 einstaklingar búsettir á Íslandi, en voru 278.717 fyrir réttu ári síðan og er fjölgunin því 1,48%.