Mest atvinnuleysi hjá ófaglærðum konum
Atvinnuleysi er að aukast eins og það gerir venjulega á þessum árstíma þegar sumarafleysingum er að ljúka. Að sögn Ketils G. Jósefssonar hjá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja hafa Flugleiðir nú þegar sagt um fólki og útlit er fyrir frekari uppsagnir á næstunni.
„Eins og áður þá eru það ófaglærðir sem verða mest undir þegar harðnar á dalnum. Það eru fleiri konur en karlar á skrá og atvinnuleysi bitnar verr á þeim. Framboð á vinnu hefur minnkað frá því í vor og sumar, sérstaklega er hlutastörf varðar en aftur er verið að auglýsa eftir fólki til starfa í
fiskvinnslu. Sömuleiðis er verið að auglýsa eftir smiðum til starfa bæði á verkstæði og í almennri byggingavinnu“, segir Ketill G.
„Eins og áður þá eru það ófaglærðir sem verða mest undir þegar harðnar á dalnum. Það eru fleiri konur en karlar á skrá og atvinnuleysi bitnar verr á þeim. Framboð á vinnu hefur minnkað frá því í vor og sumar, sérstaklega er hlutastörf varðar en aftur er verið að auglýsa eftir fólki til starfa í
fiskvinnslu. Sömuleiðis er verið að auglýsa eftir smiðum til starfa bæði á verkstæði og í almennri byggingavinnu“, segir Ketill G.