Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Merktar stikur sanna gildi sitt
Mánudagur 14. ágúst 2006 kl. 13:31

Merktar stikur sanna gildi sitt

Númeraðar stikur á gönguleiðum á Suðurnesjum sönnuðu gildi sitt í síðustu viku þegar fjórar ungar konur lentu í villum á Selsvöllum.

Konurnar höfðu lagt í göngu á Keilir frá Höskuldarvöllum og áætlað að ganga hluta Þórustaðarstígs áleiðis inn á Selsvelli og væntanlega þaðan í bíl. Veður var afleitt er leið á kvöldið, suðaustan kaldi og rigning ásamt svarta þoku á svæðinu. Allt tiltækt björgunarlið var kallað út ásamt öðrum sveitum af Suðurnesjum.

Samkvæmt samtölum í GSM við stúlkurnar voru þær rammvilltar við stiku númer 59 á Þórustaðarstíg og því var auðvelt að skipuleggja leit sem bar skjótt árangur þegar björgunartæki og menn komu á svæðið.

Þarna kom í ljós hversu gagnlegar  hinar nýju gönguleiðamerkingar á þjóðleiðum á Reykjanesi eru, því ekki aðeins er hægt að finna á korti stikuna sjálfa heldur og einnig staðarákvörðun, segir á vef Grindavíkurbæjar.

Mynd: Stika númer 11 við Skipsstíg.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024