Merkjablys fannst í fjöru við Stóra Knarrarnes
Tvær konur sem gengu fjöru á Vatnsleysuströnd fundu torkennilegan hlut merktan bandaríska sjóhernum. Þær gerðu lögreglunni í Keflavík viðvart. Eftir samráð við Brunavarnir Suðurnesja var lögreglunni á Keflavíkurflugvelli og Varnarliðinu tilkynnt um fundinn, þar sem hluturinn var merktur US NAVY.Sérfræðingur Varnarliðsins fór að Stóra Knarrarnesi um miðjan dag ásamt lögreglumönnum frá Keflavíkurflugvelli. Skoðuðu þeir hlutinn og kom þá í ljós að um merkjablys var að ræða. Blysið var óbrunnið og inniheldur það hættulegan forfór sem er ætandi sýra.
Fólki er ráðlagt að snerta ekki við þessum hlutum ef þeir finnast á fjörum, heldur hafa samband við lögreglu í síma 112.
Kallaður var til sérstakur bíll til að flytja merkjablysið frá Stóra Knarrarnesi og upp á Keflavíkurflugvöll þar sem blysinu verður eytt.
Fólki er ráðlagt að snerta ekki við þessum hlutum ef þeir finnast á fjörum, heldur hafa samband við lögreglu í síma 112.
Kallaður var til sérstakur bíll til að flytja merkjablysið frá Stóra Knarrarnesi og upp á Keflavíkurflugvöll þar sem blysinu verður eytt.