Merkisdagur í íþróttasögu Suðurnesja
Ungmenna- og íþróttafélag Keflavíkur fagnar 80 ára afmæli félagsins í dag og verður þess minnst með ýmsum hætti næstu daga. Í dag verður öllum iðkendum, foreldrum, þjálfurum og öðrum velunnurum Keflavíkur boðið að koma og þiggja skúffuköku í íþróttahúsinu við Sunnbraut frá kl. 16:00 – 18:00.
Í tilefni afmælisins verður gefið út veglegt afmælisrit þar sem sögu félagsins er gerð góð skil.
Sjá einnig hér: