Merkilegur dagur í sögu Íslendings
Í dag, 11. september, verða merk tímamót í sögu víkingaskipsins Íslendings. Skipið mun fara í sitt síðasta ferðalag, og örugglega eitt af sínum stærstu. Í dag mun skipið nefnilega fá húsaskjól í nýju nausti Íslendings sem byggt hefur verið á Fitjum.
Flestir tengja 11. september við árásirnar á tvíburaturnana í New York en meðfylgjandi mynd var tekin í Ameríkuför Íslendings þegar skipið sigldi framhjá tvíburaturnunum. Aðeins um ári síðar voru turnarnir jafnaðir við jörðu í hryðjuverkaárás.
Myndin var fengin hjá forsvarsmönnum Íslendings.