Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Merki sjást um kvikugang - hver eru merkin?
Laugardagur 11. nóvember 2023 kl. 00:05

Merki sjást um kvikugang - hver eru merkin?

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands hefur tekið saman greiningu á kvikuganginum við Grindavík og birta um hann færslu á síðu hópsins á Facebook í kvöld. Þar segir:

Í kvöld var staðfest að kvikugangur sé að troðast upp í jarðskorpuna norðan Grindavíkur og nálgast hann nú yfirborð. Eldgos gæti því verið yfirvofandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur mikil gliðnun greinst á GPS mælum. Gliðnun á sér stað norðanlega í Sundhnjúkagígum (sjá kort). Suðurendi gígaraðarinnar er um 1 km frá nyrstu byggð Grindavíkur og um 1500 metrar eru að orkuverinu í Svartsengi.

Mikil gliðnun gæti bent til þess að kvikan sé komin grunnt undir yfirborð. Gliðnun verður þegar kvikugangur leitar upp í jarðskorpuna. Við það ýtir landinu til hliðar, en jafnframt sígur landið beint yfir kvikuganginum og talað um að landið „gliðni“. Því grynnra sem kvikugangur er, því meiri gliðnun má búast við á yfirborði.

Athugið að afmörkunin á kortinu er einungis gerð til að sýna staðsetningu Sundnhjúkagíga. Alls óvíst er um nákvæma legu kvikugangsins.