Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Menntunarstig hefur aukist í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 30. janúar 2018 kl. 16:37

Menntunarstig hefur aukist í Reykjanesbæ

- Atvinnurekendum hefur fjölgað

Á Suðurnesjum hefur atvinnuþátttaka aukist, atvinnurekendum fjölgað, laun hafa hækkað og langskólagengnum hefur fjölgað. Þetta kemur fram í nýrri atvinnumálakönnun sem gerð var meðal íbúa á Suðurnesjum á tímabilinu október til desember 2017.

MMR, Markaðs- og miðlarannsóknir, sáu um framkvæmd könnunarinnar fyrir Reykjanesbæ og Vinnumarkaðsráð Suðurnesja. Árið 2013 var gerð sambærileg könnun, í febrúar og október 2014 en þá aðeins fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Samanburður rannsóknarinnar nær því aðeins til Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Menntunarstig hefur aukist í Reykjanesbæ á milli kannana en alls höfðu 24% svarenda lokið háskólanámi í október 2017 en það hlutfall var 21% í október 2013. Þeim sem lokið hafa verklegu framhaldsnámi hefur einnig fjölgað úr 15% í 22%. Hlutfall þeirra sem hafa lokið skyldunámi hefur hækkað úr 40% í október 2013 í 32% í október 2017.

Samkvæmt könnuninni hafa laun einnig hækkað og þeir sem hafa lægstu launin hefur fækkað, en miðað er við samanlagðar mánaðartekjur fyrir skatt. Töluverð breyting hefur orðið á atvinnugreinum þegar spurt er um aðalstarf íbúa Reykjanesbæjar en 17% störfuðu í ferðaþjónustu, samgöngum og við flutninga í febrúar 2013 en fjöldi þeirra sem vinna við þessar greinar núna er 26%. Keflavíkurflugvöllur er jafnframt með hæsta hlutfall vinnandi fólks eða 75%, þeir sem starfa við verslun og sölu núna eru 7% og hafa þeir aldrei verið færri.

Atvinnurekendur eru 13% í Reykjanesbæ en í október 2017 voru þeir 7%, launþegum hefur þá fjölgað á tímabilinu febrúar til 2013 til október 2017 úr 56% í 67% og þá hefur atvinnuleitendum fækkað úr 7% í 2%. FÍ Reykjanesbæ vinna flestir 100% stöðuhlutfalli eða 83% í Reykjanesbæ. Þar eru karlar 94% á móti 67% kvenna.

Hringt var í íbúa á aldrinum 18 til 67 ára og var svarhlutfall 63% eða 1.030 manns af 1.632 manna úrtaki. Í Reykjanesbæ var svarhlutfall jafnt eftir kynjum og fór gagnaöflun fram á tímabilinu 31. október til 6. desember 2017.

Hér má lesa niðurstöðu könnunarinnar í heild sinni.