Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 7. maí 2002 kl. 13:27

Menntun fyrir slökkviliðsmenn

Dagana 15. apríl til 7. maí 2002 voru námskeið í gangi fyrir 35 slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli, leiðbeinendur komu frá “The University of Maryland Fire and Rescue Institute” og héldu námskeið í meðferð slökkvibifreiða.Námskeiðin sem voru þrjú, eru sérhæfð fyrir þrjár helst gerðir slökkvibifreiða, þ.e. dælu-, stiga- og flugvallar slökkvibifreiðar. Þau uppfylla ákveðnar námskröfur sem gerðar eru af Varnamlaráðuneyti Bandaríkjana til allra slökkviliðsmanna á þeirra vegum, en slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli þarf einmitt að uppfylla þær kröfur sem ráðuneytið gerir um menntun og hæfni, sem og reglum um stjórnun og uppbyggingu slökkviliða.

Námskeiðin sem voru mjög vel lögð fram af þessum viðurkennda háskóla í Maryland, gengu útá öryggisatriði í meðferð sérhannaðara slökkvibifreiða, viðhald, umhirða og að ná sem mestum afköstum tækjana við erfiðar aðstæður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024