Atnorth
Atnorth

Fréttir

Menntaráð fagnar nýrri tómstundastefnu Reykjanesbæjar
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 4. júlí 2025 kl. 06:56

Menntaráð fagnar nýrri tómstundastefnu Reykjanesbæjar

Menntaráð Reykjanesbæjar lýsir yfir eindregnum stuðningi við drög að nýrri tómstundastefnu bæjarins, sem kynnt voru á fundi ráðsins þann 6. júní sl. Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðukona Fjörheima og 88 hússins, og Ólafur Bergur Ólafsson, frístundaráðgjafi, kynntu stefnuna fyrir ráðinu og svöruðu spurningum um áherslur og framtíðarsýn.

Í umsögn sinni fagnar menntaráð metnaðarfullu starfi sem unnið hefur verið við mótun stefnunnar og segir hana endurspegla skýra framtíðarsýn sem styðji við fjölbreytt og öflugt tómstundastarf í bænum. Sérstaklega er lögð áhersla á jöfn tækifæri, samvinnu, faglega þróun og aukna þátttöku íbúa, sem talin eru lykilatriði í að efla velferð og vellíðan í samfélaginu.

Menntaráð leggur áherslu á að tómstundastefnan verði innleidd með markvissum hætti og hlakkar til að fylgjast með þróun og framvindu verkefna á næstu árum. Ráðið fól formanni sínum að koma á framfæri þeim athugasemdum og ábendingum sem fram komu á fundinum til frekari úrvinnslu.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Tómstundastefna Reykjanesbæjar er nú til umsagnar hjá fleiri ráðum og verður unnið að því að samþykkja endanlega útgáfu hennar á næstunni.

Á fundi Lýðheilsuráðs 16. júní kom fram að ráðið hafði yfirfarið tómstundastefnu Reykjanesbæjar 2025–2028 og fagnar þeirri framtíðarsýn og markmiðum sem þar koma fram. Ráðið lítur svo á að stefnan stuðli að aukinni þátttöku, virkni og vellíðan íbúa, sérstaklega barna og ungmenna, sem hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu.

Lýðheilsuráð óskar þeim sem unnu að gerð stefnunnar til hamingju með vandaða og metnaðarfulla vinnu og felur formanni ráðsins að koma athugasemdum ráðsins áfram.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025