Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Menntamálaráðuneyti hrósar lestrarmenningarverkefni
Fimmtudagur 13. janúar 2005 kl. 15:44

Menntamálaráðuneyti hrósar lestrarmenningarverkefni

Menntamálaráðuneytið hrósar lestrarmenningarverkefni Reykjanesbæjar í bréfi sem Fræðsluskrifstofu bæjarins barst á dögunum. Í bréfinu lýsir ráðuneytið yfir ánægju sinni með það frumkvæði Reykjanesbæjar að efla lestrarfærni og málþroska barna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins, auk þess að vekja athylgi almennings á mikilvægi bókalesturs.

Á vefsíðu Reykjanesbæjar er sérstaklega fjallað um verkefnið og þar segir að því hafi verið ýtt úr vör þann 23. apríl á alþjóðlegum degi bókarinnar.
„Lestrarmenning í Reykjanesbæ er samfélagslegt verkefni sem hefur það að markmiði að efla lestrarfærni og málþroska barna og setja lestur í forgang í bæjarfélaginu.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sveitarfélag á Íslandi setur læsi og málþroska barna í forgang með þeim hætti að leitað sé breiðrar samstöðu og stuðnings hjá fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum í bænum, auk skóla og annarra stofnana bæjarins.

Öll börn á leikskólaaldri fengu að gjöf bók eftir íslenskan höfund frá Félagi íslenskra bókaútgefenda sem var táknrænt upphaf verkefnisins. Bókagjöfinni fylgdi bæklingur með yfirskriftina "Viltu lesa fyrir mig?". þar er að finna fróðleikskorn og ábendingar um mikilvægi lestrar með börnum og tengsl hans við málþroska,“ segir á vefsíðu Reykjanesbæjar um lestrarmenningu.

Myndin: Af vef Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024