Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Menntamálaráðherra veiti Fisktækniskóla Íslands viðeigandi stöðu sem sérskóli
Mánudagur 10. október 2011 kl. 09:22

Menntamálaráðherra veiti Fisktækniskóla Íslands viðeigandi stöðu sem sérskóli


Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hvetur Alþingi og menntamálaráðherra til að veita Fisktækniskóla Íslands viðeigandi stöðu sem sérskóli á framhaldsskólastigi, enda er skólinn stofnaður á grundvelli laga um framhaldsskóla og framhaldsfræðslu. Jafnramt að framlög til skólans verði eins og til annarra sambærilegra skóla á framhaldsskólastigi.

Fisktækniskólinn hefur nýlega gert samkomulag við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna rekstur skólans til loka skólaársins 2012-2013. Sá samningur er byggður á tímabundnum átaksforsendum og fjármagnaður af lið í fjárlögum vegna aðstæðna á vinnumarkaði. Aðalfundur SSS fullyrðir að nám í sjávarútvegi á Suðurnesjum sé til frambúðar og ætti að njóta virðingar sem slíkt, segir í ályktun aðalfundarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024