Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Menntamálaráðherra og forseti ASÍ á öflugri ráðstefnu MSS um símenntun í atvinnulífinu
Þriðjudagur 10. september 2002 kl. 11:33

Menntamálaráðherra og forseti ASÍ á öflugri ráðstefnu MSS um símenntun í atvinnulífinu

Vika símenntunar hófst með fróðleiksmolum hjá Miðstöð símenntunar á sunnudag og þá var vegleg námskrá MSS einnig borin í hús. Um 80 námskeið eru í boði hjá Miðstöðinni á haustmisseri. Þema Viku símenntunar er símenntun í atvinnulífinu og er því beint til allra þeirra sem taka þátt í atvinnulífinu hvort sem um er að ræða stjórnendur eða almenna starfsmenn, að bæta við þekkingu sína og verða þannig hæfari starfskraftur sér og öðrum til framdráttar. Í tilefni vikunnar hélt MSS ráðstefnu fyrir stjórnendur í atvinnulífinu á Suðurnesjum um símenntun og markvissa uppbyggingu starfsmanna. Það var Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra sem setti ráðstefnuna í Eldborg en þeir Árni Sigfússon, bæjarstjóri og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ fjölluðu hvor með sínum hætti um mikilvægi símenntunar fyrir annars vegar atvinnulífið og hins vegar fyrir einstaklingana sjálfa. Símenntun væri í sjálfu sér aðferð til aukinnar verðmætasköpunar og hagsældar auk þess sem einstaklingurinn öðlaðist meiri færni og víðsýni var kjarnin í ræðum Árna og Grétars. Auður Árnadóttir, eigandi Fiskvals og Kjartan Már Kjartansson, gæða- og starfsmannastjóri IGS sögðu frá jákvæðu samstarfi sínu við MSS og auknum möguleikum til símenntunar í fyrirtækjum á Suðurnesjum í samstarfi við Miðstöðina. Guðjónína Sæmundsdóttir, ráðgjafi MSS, kynnti þarfagreiningaraðferðina Markviss uppbygging starfsmanna og Petra Lind Einarsdóttir, gæða-og starfsmannastjóri Hitaveitu Suðurnesja sagði frá góðri reynslu Hitaveitunnar af þessari aðferð. Ráðstefnunni lauk svo með því að Markviss-vefurinn www.markviss.com var opnaður formlega af ráðherra þannig að atvinnulífið getur kynnt sér þá möguleika sem eru til að efla símenntun í fyrirtækjum með því að skoða vefinn. Í tilefni viku símenntunar býður MSS fyrirtækjum að gera viðhorfskönnun meðal starfsmann um stöðu fræðslu- og símenntunarmála í viðkomandi fyrirtækjum. Erindi sem flutt voru á ráðstefnunni eru birt á vef Miðstöðvarinnar www.mss.is

S.T.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024