Menntamálaráðherra kynnti umbætur í menntamálum í Grindavík
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Grindavík í gær, þar sem hann kynnti í Kvikunni Hvítbók um umbætur í menntamálum, en fundurinn er hluti af fundarherferð hans um allt land á næstunni. Illugi lagði áherslu á þau meginmarkmið að bæta árangur í lestri, bæta námsframvindu í framhaldsskólum og efla verk- og tækninám.
„Framtíðarsýn okkar er að ungt fólk á Íslandi hafi sömu tækifæri og jafnaldrar þess í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Til að svo megi verða þarf að veita nemendum á Íslandi menntun sem stenst samanburð við það sem best gerist erlendis,“ segir á heimasíðu ráðuneytisins. Grindavík.is greinir frá.