Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Menntamálaráðherra heimsækir Reykjanesbæ á Degi íslenskrar tungu
Miðvikudagur 16. nóvember 2005 kl. 12:56

Menntamálaráðherra heimsækir Reykjanesbæ á Degi íslenskrar tungu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, var á ferð og flugi í Reykjanesbæ í morgun í tilefni af degi íslenskrar tungu. Hún sótti bókamessu grunskólabarna í Safnaðarheimili Keflavíkur og fór þaðan og hlýddi á nokkur atriði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Þaðan lá leið hennar í nýjasta skóla Suðurnesja, Akurskóla í Innri Njarðvík. Þar fékk hún hlýjar móttökur eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þegar tvær litlar dömur úr skólanum afhentu henni rósir. Þorgerður smellti koss á móti. Hún verður aftur á ferðinni í Keflavík í dag þegar hún mun afhenda Jónasarverðlaunin í tilefni Dags íslenskrar tungu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024