Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 25. nóvember 2003 kl. 08:52

Menningarverðlaun Reykjanesbæjar afhent á fimmtudag

Menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2003 verða afhent við formlega athöfn í Duushúsum fimmtudaginn 27. nóv. n.k. kl. 17.30. Veitt eru tvenn verðlaun, annars vegar til hóps eða einstaklings sem unnið hefur vel að menningarmálum í bæjarfélaginu og hins vegar til fyrirtækis sem styrkt hefur við menningarlíf  bæjarins með fjárstyrk eða öðru. Verðlaunahafar fá ahentan grip, Súluna, eftir Karl Ólsen ásamt viðurkenningarskjali. Við sama tækifæri mun formaður menningar-, íþrótta- og tómstundarráðs gera grein fyrir menningarstyrkjum og undirritaðir verða þjónustusamningar við nokkra menningarhópa í bænum. Athöfnin fer fram á Listasafni Reykjanebæjar í Duushúsum.  Allir eru hjartanlega velkomnir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024