Menningarstarf fær inni á Vellinum
Háskólavellir munu á næstu dögum afhenda Reykjanesbæ sérstakt menningarhúsnæði á Vallarheiði. Þar munu ýmsir menningarhópar flytjast með starfsemi sína , sumir að hluta til, aðrir að öllu leyti. Sem dæmi má þar nefna Félag myndlistarmanna, Ljósop, félag áhugaljósmyndara og Kvennakórinn. Menningarráð Reykjnesbæjar tekur þessum tíðindum fagnandi, samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð, en bendir á að gaman væri að finna húsinu íslenskt nafn. Það hefur hingað til gengið undir nafninu „Hobby Center“.