Menningarsamningur við Suðurnes undirritaður
Menntamálaráðherra og samgönguráðherra annars vegar og sveitarfélögin á Suðurnesjum hins vegar hafa gert með sér samning um menningarmál á Suðurnesjum. Tilgangur samningsins er að efla menningarstarf á Suðurnesjum og beina stuðningi ríkisins og sveitarfélaga á Suðurnesjum við slíkt starf í einn farveg. Jafnframt er með samningnum stefnt að því að tryggja sem best frumkvæði og áhrif sveitarfélaganna við forgangsröðun verkefna og auka samstarf þeirra við framkvæmd og stefnumótun menningarmála í landshlutanum.
Sveitarfélögin á Suðurnesjum munu skipa sérstakt menningarráð Suðurnesja sem mun fara með ráðstöfun þeirra fjármuna sem ríkið leggur til en samningurinn er til þriggja ára og munu koma 64 milljónir frá ríkinu til málaflokksins frá ríkinu. Á sama tíma munu sveitarfélögin á Suðurnesjum leggja til málaflokksins 600 milljónir króna hið minnsta. Undanskilin þessum 64 milljónum króna frá ríkinu eru framlög til Víkinganausts í Reykjanesbæ og stofnstyrkir til annars vegar bátaflota Gríms Karlssonar og Saltfiskseturs í Grindavík.
Mynd: Frá undirritun menningarsamnings á Suðurnesjum. Frá vinstri: Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, sem staðfesti samninginn, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Steinþór Jónsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Sveitarfélögin á Suðurnesjum munu skipa sérstakt menningarráð Suðurnesja sem mun fara með ráðstöfun þeirra fjármuna sem ríkið leggur til en samningurinn er til þriggja ára og munu koma 64 milljónir frá ríkinu til málaflokksins frá ríkinu. Á sama tíma munu sveitarfélögin á Suðurnesjum leggja til málaflokksins 600 milljónir króna hið minnsta. Undanskilin þessum 64 milljónum króna frá ríkinu eru framlög til Víkinganausts í Reykjanesbæ og stofnstyrkir til annars vegar bátaflota Gríms Karlssonar og Saltfiskseturs í Grindavík.
Mynd: Frá undirritun menningarsamnings á Suðurnesjum. Frá vinstri: Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, sem staðfesti samninginn, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Steinþór Jónsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson