Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Menningarráð hafnar því að geirfuglinn verði fjarlægður
Mánudagur 18. október 2010 kl. 13:07

Menningarráð hafnar því að geirfuglinn verði fjarlægður


Menningarráð Reykjanesbæjar hefur hafnað formlegri beiðni frá myndlistarkonunni Ólöfu Nordal þess efnis að bæjaryfirvöld afturkalli leyfi fyrir staðsetningu á listaverki Todd McGrain úti á Reykjanesi.

Verkið var afhjúpað á síðustu Ljósanótt en um er að ræða skúlptur sem sýnir geirfugl horfa til hafs í átt til Eldeyjar, þar sem síðustu heimkynni þessarar fuglategundar voru.
Verkið er hluti af stærri heild en listamaðurinn hefur komið fyrir nokkrum slíkum skúlptúrum af útdauðum fuglategundum víða um heim.

Ólöf taldi Todd MacGrain hafa brotið höfundarréttarlög þar sem verk hans væri hugmyndafræðilega og útlitslega of líkt verki hennar í Skerjafirði. Óskaði hún eftir því með formlegu erindi að Menningarráð  Reykjanesbæjar drægi  hið fyrsta til baka leyfi sitt fyrir staðsetningunni á styttu Todd McGrain. Erindið var tekið fyrir á síðasta fundi ráðsins sem hafnaði því, eins og áður sagði.

Tengd frétt:
„Neyðarlegur“ geirfugl á Reykjanesi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024