Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Menningarkort Reykjanesbæjar komið í sölu
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, keypti fyrsta menningarkortið. Hér er hann ásamt starfsmönnum í Duus Safnahúsum, þeim Sigrúnu Elefsen og Johan D. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 29. janúar 2016 kl. 09:51

Menningarkort Reykjanesbæjar komið í sölu

Ákveðið hefur verið að setja í sölu sérstök menningarkort Reykjanesbæjar til að auðvelda íbúum og gestum að njóta menningar á hagkvæmari máta en annars væri.  Menningarkortið kostar kr. 3.500 og er til sölu á þeim þremur stöðum sem þau gilda inn á, þ.e. Duus Safnahúsum, Rokksafni Íslands og Bókasafni Reykjanesbæjar.

Kortin gilda sem bókasafnskort og aðgöngumiðar að hinum söfnunum tveimur allt árið 2016 en einnig veita þau 10 % afslátt í safnbúðunum og afslátt á ýmsa viðburði, sýningar og þjónustu á vegum menningarhópa og stofnana í bæjarfélaginu.

Lesa má frekar um afsláttarkjör á vefsíðu bæjarins. Aðgangseyrir í Duus Safnahús og Rokksafn Íslands er nú kr. 1.500 og bókasafnskort kostar kr. 1.800 þannig að menningarkortið gefur góðan afslátt. Íbúar eru hvattir til að verða sér úti um menningarkort og fá þannig ókeypis aðgang að söfnunum það sem eftir er ársins.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024