Menningardagur í kirkjum á Suðurnesjum á sunnudaginn
Sunnudaginn 19. október verður haldinn menningardagur í kirkjum á Suðurnesjum. Dagsrá fer fram í öllum kirkjum á svæðinu og hefst hún kl. 10:00 í Kálfatjarnarkirkju og lýkur 20:00 í Grindavíkurkirkju. Meðal dagskrárliða má nefna samtalsguðþjónustu um þjóðsögurnar Rauðhöfða og Sækýrnar, Vífill Magnússon arkitekt fjallar um Magnús Á. Árnason listmálara frá Narfakoti, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur fjallar um steinda glugga í kirkjum og þróun þess listforms á Íslandi og tæpt verður á áhrifum keflvískra tónlistarmanna á þróun tónlistar 20. aldar og margt fleira. Kirkjukórar syngja í hverri kirkju.