Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Menningararfinn úr geymslunum
Fimmtudagur 28. janúar 2010 kl. 11:24

Menningararfinn úr geymslunum


Menningarráð Reykjanesbæjar óskar eindregið eftir að kannaðir verði möguleikar á að kaupa eða leigja svokallað Rammahús í Njarðvík undir safnahúsnæði fyrir bæjarfélagið.
Þeir munir sem tilheyra Byggðasafni Reykjanesbæjar hafa nær allir verið í geymslum um árabil.
Við skoðun á húsnæðiskostum að undanförnu telur menningarráð að þetta húsnæði henti best undir framtíðarnot safna og sýninga í bæjarfélaginu. Ráðið telur húsið nógu stórt til að varðveisluhúsnæði Byggðasafns, Listasafns og Skjalasafns komist þar vel fyrir og miklir möguleikar séu  til framtíðarþróunar safnanna.
„Vegna góðs rýmis geta einnig skapast þar ýmis tækifæri tengd menningarferðaþjónustu sem hingað til hafa strandað á húsnæðisskorti,“ segir jafnframt í fundargerð nefndarinnar.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Rammahúsið í Njarðvík.