Menn sektaðir fyrir vanrækslu á aðalskoðun
Lögreglan í Keflavík er í átaki þessa dagana gegn óskoðuðum ökutækjum. Síðustu daga hafa sautján eigendur óskoðaðra ökutækja verið sektaðir um 8000 kr. hver.Sektina fá menn fyrir að hafa ekki farið með ökutæki sín til aðalskoðunar á réttum tíma. Auk sektar fá menn miðann „Boðun í skoðun“ límdann á ökutækið og ef boðuninni er ekki framfylgt þá mæta laganna verðir aftur viku síðar og þá með klippurnar á lofti.