Menn með fíkniefnatól brutu rúðu í bílasölu
Rúða var brotin í bílasölu í Njarðvík í nótt. Sást til tveggja manna aka á brott í bifreið frá vettvangi. Skömmu síðar stöðvaði lögreglan í Keflavík bíl á Reykjanesbraut sem tengdist málinu.Í bílnum voru voru tveir menn og játuðu þeir rúðubrotið. Í bílnum hjá þeim fundust jafnframt tól til fíkniefnaneyslu. Mönnunum var sleppt eftir fyrirtöku á lögreglustöðinni.