Menn eltu blaðburðarkonu
Lögreglunni á Suðurnesjum barst á laugardagsmorgun tilkynning þess efnis að tveir menn á dökkleitri bifreið hefðu verið að elta blaðburðarkonu, sem var að störfum í Keflavík snemma morguns.
Konan varð skelfingu lostin, tók til fótanna og bankaði upp á í næsta húsi, þar sem hún dvaldi þar til lögreglan kom. Húsráðendur þar kváðust einnig hafa séð bifreiðina lóna inn götuna.
Lögreglan rannsakar málið og biður þá sem kunna að geta gefið upplýsingar um það að hafa samband í síma 420-1800.