Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Menn ársins á Suðurnesjum
Brynjar og Nanna ásamt ritstjóra Víkurfrétta Páli Ketilssyni með verðlaunin í Rokkheimum Rúnars Júlíussonar.
Fimmtudagur 10. janúar 2013 kl. 08:10

Menn ársins á Suðurnesjum

Víkurfréttir hafa útnefnt þau Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur og Brynjar Leifsson tónlistarmenn sem menn ársins á Suðurnesjum 2012.

Bæði eru þau í fararbroddi hljómsveitarinnar Of Monsters And Men sem hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. Hljómsveitin er frábær landkynning fyrir Ísland og jafnframt eru þau Nanna og Brynjar frábærir fulltrúar Suðurnesjamanna og þá sér í lagi tónlistarmanna af svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Engin íslensk hljómsveit hefur náð jafn miklum frama á alþjóðasviðinu á jafn skömmum tíma og virðast allir vegir vera færir fyrir hina ungu og upprennandi hljómsveit. Þau Nanna Bryndís og Brynjar eru bæði heilsteypt og metnaðarfull og sannarlega fyrirmyndir sem vert er að horfa til.

Í Víkurfréttum í dag má sjá ítarlegt viðtal við Nönnu og Brynjar og væntanlegt er myndband á vefsíðu okkar innan skamms þar sem þau taka m.a. lagið og spjalla.