Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 16. janúar 2001 kl. 14:49

Mengunarslys í Keflavíkurhöfn

Tæringargat kom á olíuleiðslu sem lá frá olíuflutningaskipinu Lauganesi, upp í olíutank við Keflavíkurhöfn. Slysið átti sér stað í hádeginu í dag. Um 3500-3600 lítrar af olíu runnu úr leiðslunni og út í jarðveginn umhverfis en talið er að lítið magn olíu hafi farið í sjóinn.
Að sögn Guðjóns Ómars Haukssonar, hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, er um flotolíu að ræða sem gufar upp og brotnar fljótt upp í náttúrunni. Bergur Sigurðsson, umhverfisfulltrúi hjá HES segir að það stafi ekki nein hætta af olíunni, þar sem magnið er ekki það mikið.
„Nú er unnið við að grafa upp jarðveginn í kringum leiðsluna. Jarðvegurinn verður fjarlægður og fluttur í Sorpu í Reykjavík þar sem honum verður eytt en það er ekki nokkur aðili á Suðurnesjum sem hefur starfsleyfi til að meðhöndla mengaðan jarðveg“, segir Bergur.
Olíulögnin er niðurgrafin og gömul en gat kom á hana vegna tæringar. Á morgun verður farið að gera við skemmdirnar á henni og meta hvort hún sé nothæf til áframhaldandi notkunar. Rörið verður þá þykktarmælt og þrýstiprófað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024