Mengunarslys í Keflavíkurhöfn
Tæringargat kom á olíuleiðslu sem lá frá olíuflutningaskipinu Lauganesi, upp í olíutank við Keflavíkurhöfn. Slysið átti sér stað í hádeginu í dag. Um 3500-3600 lítrar af olíu runnu úr leiðslunni og út í jarðveginn umhverfis en talið er að lítið magn olíu hafi farið í sjóinn.
Að sögn Guðjóns Ómars Haukssonar, hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, er um flotolíu að ræða sem gufar upp og brotnar fljótt upp í náttúrunni. Bergur Sigurðsson, umhverfisfulltrúi hjá HES segir að það stafi ekki nein hætta af olíunni, þar sem magnið er ekki það mikið.
„Nú er unnið við að grafa upp jarðveginn í kringum leiðsluna. Jarðvegurinn verður fjarlægður og fluttur í Sorpu í Reykjavík þar sem honum verður eytt en það er ekki nokkur aðili á Suðurnesjum sem hefur starfsleyfi til að meðhöndla mengaðan jarðveg“, segir Bergur.
Olíulögnin er niðurgrafin og gömul en gat kom á hana vegna tæringar. Á morgun verður farið að gera við skemmdirnar á henni og meta hvort hún sé nothæf til áframhaldandi notkunar. Rörið verður þá þykktarmælt og þrýstiprófað.
Að sögn Guðjóns Ómars Haukssonar, hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, er um flotolíu að ræða sem gufar upp og brotnar fljótt upp í náttúrunni. Bergur Sigurðsson, umhverfisfulltrúi hjá HES segir að það stafi ekki nein hætta af olíunni, þar sem magnið er ekki það mikið.
„Nú er unnið við að grafa upp jarðveginn í kringum leiðsluna. Jarðvegurinn verður fjarlægður og fluttur í Sorpu í Reykjavík þar sem honum verður eytt en það er ekki nokkur aðili á Suðurnesjum sem hefur starfsleyfi til að meðhöndla mengaðan jarðveg“, segir Bergur.
Olíulögnin er niðurgrafin og gömul en gat kom á hana vegna tæringar. Á morgun verður farið að gera við skemmdirnar á henni og meta hvort hún sé nothæf til áframhaldandi notkunar. Rörið verður þá þykktarmælt og þrýstiprófað.