Meistarahúsum úthlutað byggingasvæði í Innri Njarðvík
Á fundi skipulags- og bygginganefndar nú fyrir stuttu var ákveðið að leggja til að Meistarahúsum ehf. yrði úthlutað hluta þess svæði sem ætlað er undir íbúðabyggð skv. aðalskipulagi á milli Njarðarbrautar og Seylubrautar í Innri-Njarðvík. Lagt var til að Meistarahús ehf. sæju alfarið um deiluskipulagningu svæðisins og gatnagerð í samvinnu við Umhverfis- og tæknisvið Reykjanesbæjar og þar af leiðandi yrði ekki innheimt gatnagjöld á svæðinu.
Jóhann Geirdal (S) lagði fram bókun varðandi málið þar sem minnihlutinn lýsti sig andvígan því að ákvörð sé tekin um það að úthluta svæðum sem ekki hafa verið deiliskipulögð til einstakra byggingaraðila án þess að þau hafi verið auglýst og skilmálar ákveðnir. Ellert Eiríksson (D) sagði að fordæmi væru fyrir því að mál væru afgreidd á þennan hátt og ekkert væri því til fyrirstöðu að úthluta svæðum samkvæmt þessu. Kristján Gunnarsson (S) lýsti því yfir að hann vildi hafa skoðun á þróun bæjarins en ekki úthluta einstökum byggingaraðilum svæðum sem þeir sæju sjálfir um að deiliskipuleggja. „Þar er það hagnaðurinn sem ræður.“ Minnihlutinn óskaði eftir því að málinu yrði vísað til bæjarráðs en sú tillaga var felld með 7 atkvæðum meirihlutans gegn 4 atkvæðum minnihlutans. Fundargerðinn var samþykkt.
Jóhann Geirdal (S) lagði fram bókun varðandi málið þar sem minnihlutinn lýsti sig andvígan því að ákvörð sé tekin um það að úthluta svæðum sem ekki hafa verið deiliskipulögð til einstakra byggingaraðila án þess að þau hafi verið auglýst og skilmálar ákveðnir. Ellert Eiríksson (D) sagði að fordæmi væru fyrir því að mál væru afgreidd á þennan hátt og ekkert væri því til fyrirstöðu að úthluta svæðum samkvæmt þessu. Kristján Gunnarsson (S) lýsti því yfir að hann vildi hafa skoðun á þróun bæjarins en ekki úthluta einstökum byggingaraðilum svæðum sem þeir sæju sjálfir um að deiliskipuleggja. „Þar er það hagnaðurinn sem ræður.“ Minnihlutinn óskaði eftir því að málinu yrði vísað til bæjarráðs en sú tillaga var felld með 7 atkvæðum meirihlutans gegn 4 atkvæðum minnihlutans. Fundargerðinn var samþykkt.