Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meistaraflokkur kvenna nýtir sektarsjóðinn sinn í gott málefni
Föstudagur 21. ágúst 2015 kl. 08:31

Meistaraflokkur kvenna nýtir sektarsjóðinn sinn í gott málefni

-hvetur karlaliðið til að gera slíkt hið sama

Meistaraflokkur kvenna í Grindavík hefur ákveðið að nota sektarsjóðinn sinn til þess að styðja við Petru Rós Ólafsdóttur fyrrum liðsfélaga í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn.

Petra Rós hleypur með hópi ættingja og vina fyrir FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma. Hvetur meistaraflokkur sem flesta til þess að heita á hana og hlaupahópinn „Stingum af" og skora um leið á önnur lið að fylgja þeirra fordæmi, sérstaklega karlaliðið í Grindavík.

„Við erum mjög þakklátar fyrir að hafa Petru Rós í kvennaráði Grindavíkur, hún stendur eins og klettur við bakið á liðinu, alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd og er ein af ástæðum þess að meistaraflokkur kvenna er enn starfræktur í Grindavík."

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024