Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sunnudagur 3. mars 2002 kl. 22:44

Meirihlutinn með háhýsum í Keflaík

Víkurfréttir gerðu óvísindalega könnun meðal lesenda á vef Víkurfrétta hvað fólk hefði að segja um byggingu háhýsa í bæjarfélaginu. Það er óhætt að segja að það séu skiptar skoðanir um málið og fólk víðsvegar að af landinu og utan úr heimi tjáði sig um málið.„Gott Mál, það er af hinu góða að hafa fjölbreytt val í húsagerð fyrir íbúa bæjarfélagsins“, sagði einn lesandi vf.is á meðan annar sagði: „Skipulagsklúður, eitt af mörgum“. Þriðji sagði að háhýsin mættu vera fleiri og fjölbreyttari. Þá komu póstar sem sögðu einfaldlega „með“ eða „á móti“.
Niðurstaða könnunarinnar er samt sú að meirihlutinn hefur ekki á móti háhýsum í Reykjanesbæ.

Frá því þessi frétt var sett fyrst inn á laugardag hafa borist fleiri umsagnir um háhýsi í Keflavík. Mikill meirihluti er sammála því að byggja háhýsi í bæjarfélaginu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024