Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meirihlutinn í Grindavík fékk helming atkvæða
Mánudagur 25. apríl 2005 kl. 20:55

Meirihlutinn í Grindavík fékk helming atkvæða

Í könnun sem hefur verið í gangi hér á vf.is síðustu vikuna fékk sitjandi meirihluti í bæjarstjórn Grindavíkur helming greiddra atkvæða. Spurt var hvort fólk styddi við bakið á sitjandi meirihluta í bæjarstjórn Grindavíkur og voru alls 212 atkvæði greidd.

106 þátttakendur svöruðu spurningunni neitandi og hinir 106 svöruðu spurningunni játandi þannig að svarhlutfallið var hnífjafnt.

Ný spurning er nú komin hér inn á vf.is og nú er spurt hvort fólk styðji við bakið á sitjandi meirihluta í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024