Meirihlutinn heldur í Reykjanesbæ
Meirihluti Reykjanesbæjar heldur samkvæmt fyrstu tölum en talin hafa verið 5005 atkvæði af um 7 þúsund atkvæðum. Kjörsókn var minni en áður eða um 50%.
Framsóknarflokkur bætir við sig manni og fær 3 bæjarfulltrúa, Samfylking er með 3 og Sjálfstæðisflokkur sömuleiðis. Bein leið er með einn bæjarfulltrúa og Umbót fær líka einn. Píratar og Miðflokkur fá ekki mann inn.
Atkvæði úr fyrri talningu:
D-listi Sjálfstæðisflokks 27,8 - 3 bæjarfulltrúar
S-listi Samfylkingar 23,2% - 3 bæjarfulltrúar
B-listi Framsóknarflokks 21,4% - 3 bæjarfulltrúar
Y-listi Beinnar leiðar 13,1% - 1 bæjarfulltrúi
U-listi Umbótar 8,6% - 1 bæjarfulltrúi
P-listi Pirata 4,2% -
M-listi Miðflokks 1,8% -